• Mín á miðvikudegi

    14/52 Töffari í gulum kjól

    Það var gulur þemadagur í skólanum og eina gula flíkin sem til er á heimilinu er gamall kjóll úr búningaskúffu DK. Hún fór í kjólnum í skólann og með fullt af gulu skrauti í hárinu sem var fléttað í flétturnar hennar, en þegar heim var komið var það á bak og burt. Hún hafði tekið það úr fyrir skólasundið og skellt tagli í hárið. Ég var akkúrat að fara að mynda þegar hún kom heim og hún vildi endilega sýna mér þessa fínu pósu sem hún sagði að væri “töffara pósa”.

  • Nýfædd

    Jólabarnið

    Hún er sannkallað jólabarn þetta litla krútt enda fædd á jólanótt. Hún var inni í þessari glæsilegu kúlu og þau komu snemma á nýja árinu í myndatöku. Hún var nú ekkert alveg á því að sofa til að byrja með, en svo þegar hún lognaðist útaf var hún eins og leir í höndunum á mér, hægt að gera hvað sem er. Elsku Silja & Bjössi enn og aftur innilega til hamingju með gullið ykkar, hlakka til að heyra hvaða nafn hún fékk og hlakka enn meira til að hitta ykkur öll aftur seinna í sumar.

  • Kúlur

    Aprílbumba

    Þau komu í myndatöku í febrúar en fyrst núna gefst tími til að setja þessar myndir hingað inn. Krílið er væntanlegt þessa dagana og ég býð spennt eftir sms frá þeim með fréttum og hlakka mikið til að hitta þau aftur og fá að mynda litla krílið þeirra.