Vinavika – Wrap up
Ég er þakklát, fyrir vináttu, fyrir vini mína (líka þá sem ekki eru taldir upp hér) og fjölskylduna mína. Það eru klárlega forréttindi að vera umkringd svona frábæru fólki og eiga góða að, alltaf. Vinavikan teygðist í eina og hálfa, bæði vegna ritstíflu og tímaskorts (hvert í an…….m fer tíminn alltaf?) En svona rétt til að útskýra aðeins með börnin, þetta með að það séu aðrir að sækja þau úr skóla og leikskóla. Þetta er klárlega fari að líta illa út þegar lesið yfir alla póstana og mætti halda að tíminn sem ég og við bæði hefðum með börnunum væri lítill. En það er sem betur fer alls ekki svo,…
Vinavika – Svana
Hún er síðust í röðinni í þessari upptalningu, en alls ekki síst. Við höfum ekki þekkst sérlega lengi, ekki nema 3 ár eða svo, kynntumst í gegnum leikskólann en hún var að vinna á deildinni hennar Dagbjartar og í miklu uppáhaldi. Það fór svo að vináttutengsl byrjuðu að myndast í gegnum Aðalbjörgu og Söndru, enda vinna þær 3 allar á sama stað. Það var samt ekki fyrr en fyrir rúmu ári síðan að vináttan milli okkar tveggja varð mikil og um leið urðu mennirnir okkar góðir félagar. Við höfum á þessu rúma ári gert ýmislegt skemmtilegt saman, farið í “ævintýraferð” eins og börnin kalla nestisferð eitthvað út í náttúruna, farið…
Vinavika – Sandra
Sandra og Aðalbjörg eru systur og algjörar smalokur þannig að um leið og vinátta myndaðist við Aðalbjörgu urðum við Sandra vinkonur. Hún bjó líka í sama húsi og við og við gengum með börnin okkar á sama tíma, vorum meira að segja settar sama dag. En börnin okkar fæddust nú samt á sitthvoru árinu, þó eru bara þrír dagar á milli þeirra. En samveran var mikil í fæðingarorlofinu og samgangurinn er enn mikill og börnin okkar góðir vinir. Sandra er eins og systir sín boðin og búin til að gera allt og hún hefur reddað mér þegar ég hef verið að mynda úti í bæ og kippt börnunum heim fyrir…
11/52 Gult hjól
Gulu hlólin eru mjög vinsæl í leikskólanum en þau eru fá og börnin mörg þannig þa er mikið kappsmál að komast út og ná sér í hjól. Ekki alltaf sem það tekst og oft hefur verið kvartað yfir því þegar heim er komið að hjólin hafi öll verið upptekin og hann hafi ekkert fengið að hjóla þann daginn. En þennan dag var AK alsæll hjólandi um allt á gula hjólinu.
Vinavika – Aðalbjörg
Þegar við fluttum í Vogana fyrir 5 árum þekktum við engan þar, ekki hræðu. Við fluttum í lítið fjölbýlishús og í íbúðinni við hliðina á bjó stelpa á mínum aldri sem átti lítinn strák á aldur við Dagbjörtu. Dag einn spjölluðum við aðeins saman og uppfrá því spratt góð vinátta. Það fór að vera töluverður samgangur á milli okkar Aðalbjargar og börnin okkar léku sér oft og mikið saman. Eftir að hafa búið þarna í rúm tvö ár vorum við Diddó farin að líta í kringum okkur eftir húsi, og fundum raðhús þarna í bænum sem okkur leist vel á, þau voru tvö til sölu, hlið við hlið. Það fór…