Falleg fjölskylda
Ég hitti þessa dásamlegu litlu dömu ásamt foreldrum hennar í dýrðlegu veðri á sunnudegi seint í september á síðasta ári. Við áttum góða stund þar sem var leikið í fallegum haustlitunum.
Beðið með eftirvæntingu…
…eftir lítilli prinsessu. Við hittumst á fallegum ágúst degi til að taka nokkrar myndir af stækkandi kúlunni.
Yndisleg fjölskylda
Við hittumst á glimrandi fallegum sunnudegi þar sem haustið skartaði sínu fegursta og áttum skemmtilega stund saman, það var leikið, hlaupið, farið í leiki og mikið hlegið enda með eindæmum spræk börn hér á ferð. Við mamman kynntumst í grunnskóla þar sem við vorum saman í bekk og ágætis vinkonur á þeim tíma, sambandið hefur þó verið lítið síðan þá eins og gengur og gerist en ofsalega gaman að hitta hana og fallega fólkið hennar. Reyndar hitti ég hana og börnin í mömmumyndatökunni sl. haust og gaman að sjá hve börnin höfðu þroskast síðan þá.
Lítil perla
Það var á dásamlega fallegum haustdegi sem ég hitti þessa litlu fallegu fjölskyldu úti við til að taka fallegar haustmyndir af skottunni þeirra. Mamma hennar hafði verið sú heppna sem dregin var út í haustleiknum á Facebook. Mér fannst alveg tilvalið að mynda þau öll saman enda alltof sjaldan sem foreldrar eru með börnunum sínum á mynd, börnin yfirleitt sett í fókus í myndatökum. Það er svo dýrmætt að eiga fallegar myndir af fjölskyldunni saman, ástinni, nándinni, gleðinni og hamingjunni. Ég held að mér hafi tekist nokkuð vel til við að fanga þessi fallegu 3.
Flottir bræður
Þessi tveir voru heldur betur hressir þegar við hittumst úti á stórkostlegum sunnudegi í haust. Þeir hlupu um, hlógu og skríktu, hoppuðu og skoppuðu og sprengdu mig í tætlur með reyniberja “sprengjum”. Gleðin var allsráðandi þessa stund.